merito
Lögfræðiráðgjöf fyrir einstaklingaTímabókanir
Bókaðu tíma í lögfræðiráðgjöf valdis@merito.is
Lögfræðiráðgjöf
Helstu sviðin sem ég veiti ráðgjöf á:
Ráðgjöf er veitt í gegnum fjarfundarbúnað þar sem þér gefst tækifæri á að fá sérfræðilega ráðgjöf eða leiðbeiningar um þína réttarstöðu.
Barna- og fjölskylduréttur: Ráðgjöf fyrir einstaklinga um allt sem viðkemur barnavernd og barnaverndarlögum.
Sakamálaréttarfar og refsiréttur: Ráðgjöf fyrir einstaklinga um allt sem viðkemur sakamálum og opnum málum í kerfinu. Hvort sem um geranda eða þolanda sé að ræða.
Skjalagerð: Það er mikilvægt að vandað sé til verka við skjalagerð. Ég aðstoða þig við gerð kaupmála, sambúðarsamninga og að útbúa erfðaskrá.
Reynsla og heiðarleiki
Fagmennska og heilindi
Það sem ég hef upp á að bjóða er m.a. gott tengslanet, reynsla í ráðgjöf, samskipti við þriðja aðila hvort sem um er að ræða opinbera stofnun eða einkaaðila ásamt heiðarlegum og góðum samskiptum.
Um mig
Valdís Ósk Óladóttir
Ég hef starfað á lögfræðisviði Barna- og fjölskyldustofu, þar sem ég veitti bæði almenningi og starfsmönnum innan barnaverndarkerfisins ráðgjöf. Þá hef ég starfað á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem ég veitti skjólstæðingum í meðferð fjárhagslega og lögfræðilega ráðgjöf. Einnig fór ég í starfsnám hjá héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ég fékk gríðarlega góða innsýn í þeirra starf.
Ég útskrifaðist með B.Sc gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2022. Við útskriftarathöfnina fékk ég verðlaun fyrir besta námsárangurinn í lagadeildinni. Í júní síðastliðnum útskrifaðist ég með meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
Í grunnnáminu skrifaði ég lokaritgerð um það hverjir teljast sem fjölskyldu og trúnaðaraðilar í kynferðisbrotum gegn börnum í skilningi 200. og 201. gr. alm. hgl. nr. 19/1940.
Í meistararitgerðinni minni fjallaði ég um réttindi barna og þvingunarúrræði í barnavernd.
Eins og sjá má hafa málefni barna alltaf náð til mín og er ég því komin með yfirgripsmikla vitneskju innan barnaréttarins. Ég fór í lögfræði til að aðstoða fólk með sín málefni og koma fólki á betri stað. Það getur verið erfitt að staðsetja sig og sín mál innan kerfa lögfræðinnar og því mun ég aðstoða þig við það að finna rétta úrlausn á þínum málum. Ég legg mikið upp úr því að koma fram af virðingu við náungann. Með því að leita til mín færð þú faglega og heiðarlega ráðgjöf.
Enginn leitar aðstoðar lögfræðings að gamni sínu og því er litið á öll samskipti sem trúnaðarmál.
Verðskrá þjónustu
Fyrstu 15 mínúturnar eru á 5.000 kr.
Hálftíminn er á 8.000 kr.
Tímagjaldið fyrir þjónustu er 16.000 kr.
Skjalagerð – grunngjaldið er 40.000 kr.
Tímabókanir:
Valdís ósk Óladóttir
Sími: 895-0682
Tölvupóstur: valdis@merito.is

